Lítið fylgi kemur ekki á óvart

Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir öll stjórnmálin eiga í tilvistarkreppu aðspurður um lítið fylgi stjórnarflokkanna í nýlegri skoðanakönnun Stöðvar 2. Þar mældist Samfylkingin með 12,3% fylgi en VG einungis með 8% fylgi. Eftir þær erfiðu ákvarðanir sem þurft hafi að taka að undanförnu komi það sér ekki á óvart að það sjái á fylgi flokkanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka