Ögmundur: Ég náði þér

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson

„Fréttastofa Sjónvarps taldi sig hafa rekið endahnút á að sanna fyrir alþjóð að ég væri ósannindamaður,“ segir Ögmundur Jónasson ráðherra í grein í Morgunblaðinu í dag. „Að ég hefði farið með rangt mál í Kastljósþætti þegar ég kvaðst hafa einn við atkvæðagreiðslu árið 1996 andmælt lagaákvæði þess efnis að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (og nokkru síðar öllum lífeyrissjóðum) skyldi gert skylt að leita jafnan eftir hæstu ávöxtun fjármuna sinna.“

Grein Ögmundar má lesa í heild í blaðinu í dag en þar segir hann m.a.: „Mælikvarði á gæði fréttafólks og fréttastofa er hve alvarlega þær taka sig. Góðar fréttastofur og trúverðugir fréttamenn leiðrétta eigin mistök. Fréttastofa Sjónvarps féll í þá gryfju að gera það ekki heldur forhertist hún við gagnrýni mína og hóf undirbúning að því að sanna fyrir alþjóð að ég væri ómerkur orða minna.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert