Óviðeigandi afskipti Evrópuþingsins

Árni Þór í ræðustóli og Össur Skarphéðinsson fyrir aftan hann.
Árni Þór í ræðustóli og Össur Skarphéðinsson fyrir aftan hann. Eggert Jóhannesson

Álykt­un ut­an­rík­is­nefnd­ar Evr­ópuþings­ins var til umræðu á Alþingi í dag, ann­an dag­inn í röð. Þing­menn úr röðum Sjálf­stæðis­flokks, Vinstri grænna, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Fram­sókn­ar­flokks voru sam­mála um að óviðeig­andi væri fyr­ir nefnd­ina að skipta sér af inn­an­rík­is­mál­um Íslands.

Ein­ar K. Guðfinns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, hóf umræðuna og sagði ljóst af texta álykt­un­ar­inn­ar að Evr­ópu­sam­bandið teldi sig í þeirri stöðu að geta talað við Íslend­inga í „til­skip­un­ar­stíl“, þeir væru nú um­sókn­arþjóð sem tími er til kom­inn að kenna lex­íu. Ein­ar sagði að álykt­un­in væri tölu­verð inn­grip í inn­an­rík­is­póli­tík, enda væri vikið að skip­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar, og Íslend­ing­um ráðlagt varðandi end­ur­skipu­lagn­ingu orku­fyr­ir­tækja, flutn­ings­starf­semi og sett út á bann við beinni er­lendri fjár­fest­ingu í sjáv­ar­út­vegi.

Hann sagði álykt­un­ina ákaf­lega sér­kenni­lega, og við lest­ur­inn kæmi upp sú til­finn­ing að þarna væri kenn­ari að tala við nem­anda. „Verið er að siða okk­ur og segja hvernig við eig­um að haga okk­ur.“ Hann spurði því næst um upp­lif­un Árna Þórs Sig­urðsson­ar, for­manns ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar og þing­manns Vinstri grænna.

Árni tók þó fram að þarna væri um að ræða kjörna stjórn­mála­menn og þeir yrðu að hafa leyfi til að setja fram sín­ar skoðanir á ýms­um hlut­um. Einnig kæmi fram í álykt­un­inni hrós um það hvernig Íslend­ing­ar hefðu staðið sig frá hruni. En Árni Þór sagðist einnig taka und­ir með Ein­ari. „Mér finnst að sumu leyti að í þess­um texta sé um að ræða af­skipti eða íblönd­un í ís­lensk stjórn­mál, sem mér finnst óviðeig­andi.“

Þá benti Árni á að starf­andi væri sam­eig­in­leg þing­manna­nefnd milli ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is  og ut­an­rík­is­nefnd­ar Evr­ópuráðsins, sem fundaði tvisvar á ári „og ég sem formaður þeirr­ar nefnd­ar mun taka þetta upp á þeim vett­vangi,“ sagði Árni.

Gegn hags­mun­um í sjáv­ar­út­vegi

Fleiri blönduðu sér í umræðuna og þó að Mörður Árna­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, játaði að hafa ekki lesið álykt­un­ina sagði hann orð Árna Þórs ábyggi­lega rétt um að þarna væru óviðeig­andi af­skipti af til­tekn­um mál­um hér á landi. Eitt þótti Merði þó ekki óviðeig­andi, en það er ábend­ing nefnd­ar­inn­ar um sjáv­ar­út­veg­inn. Hann sagði þá staðreynd að hér ríkti bann við bein­um er­lend­um fjár­fest­ing­um í sjáv­ar­út­vegi fara á svig við sam­starf Íslands við aðrar Evr­ópuþjóðir. Þá fari það þvert á það sem Íslend­ing­ar boði sjálf­ir, en þeir bjóði út­lend­ing­um að koma hingað og fjár­festa.

Hann sagðist ekk­ert sjá að því að þetta bann væri gagn­rýnt og velti fyr­ir sér hver ástæðan væri eig­in­lega fyr­ir bann­inu. „Ég sé ekki bet­ur en þetta sé gegn hags­mun­um í sjáv­ar­út­veg­in­um og al­menn­um viðskipta­hags­mun­um á Íslandi.“ Auk þess sagði hann þetta gjör­sam­lega úr takti við fjár­fest­ing­ar Íslend­inga í sjáv­ar­út­vegi er­lend­is.

Einnig kom upp í ræðustól Vig­dís Hauks­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks, sem sagði inn­grip ut­an­rík­is­nefnd­ar Evr­ópuþings­ins mjög al­var­legt. Hún sagði það sama eiga við um styrki sem bær­ust frá Evr­ópu­sam­band­inu, s.s. til mann­taln­ing­ar og Evr­ópu­stofu, að þar væri ekki um annað að ræða en inn­grip í inn­an­rík­is­mál.

Einar Kr. Guðfinnsson.
Ein­ar Kr. Guðfinns­son.
Mörður Árnason.
Mörður Árna­son. mbl.is
Vigdís Hauksdóttir.
Vig­dís Hauks­dótt­ir. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert