Vilja að tekið verði tillit til afstöðu íbúa

Hamraskóli
Hamraskóli mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Stjórn Íbúa­sam­taka Grafar­vogs skor­ar á full­trúa skóla- og frí­stundaráðs, áður menntaráðs, Reykja­vík­ur­borg­ar að taka fullt til­lit til af­stöðu for­eldra, nem­enda og íbúa hverfa Grafar­vogs um mál­efni er varða sam­ein­ingu ung­linga­deilda Hamra­skóla og Húsa­skóla til Folda­skóla. Þetta kem­ur fram í álykt­un frá sam­tök­un­um.

„Stjórn íbúa­sam­tak­anna krefst þess af borg­ar­full­trú­um að þeir standi við lof­orð um sam­ráð og íbúa­lýðræði og end­ur­skoði fyrri ákv­arðanir á grund­velli hags­muna íbúa og nem­enda.
Stjórn íbúa­sam­tak­anna ger­ir þá kröfu til borg­ar­full­trúa að þeir leggi fram ít­ar­leg og full­nægj­andi gögn sem styðja sam­ein­ingu ung­linga­deild­anna, gögn sem sýna fram á að ekki sé verið að fórna meiri hags­mun­um fyr­ir minni,“ seg­ir enn­frem­ur í álykt­un sam­tak­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert