90 kannabisplöntur haldlagðar

Kannabisplöntur. Mynd úr safni.
Kannabisplöntur. Mynd úr safni. Reuters

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði í austurborg Reykjavíkur í gær. Við húsleit fundust um 90 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar en á sama stað var einnig lagt hald á ýmsa muni.

Karl á fimmtugsaldri var handtekinn í þágu rannsóknarinnar og játaði hann aðild sína að málinu. Lögreglan leitaði einnig á heimili mannsins og þar fannst talsvert af kannabisefnum. Kona á fertugsaldri var einnig handtekin í tengslum við málið en fíkniefni fundust í fórum hennar.

Fyrr í dag greindi lögreglan frá því að hún hefði stöðvað kannabisræktun í fjölbýlishúsi í Garðabæ í fyrradag. Við húsleit þar var lagt hald á 20 kannabisplöntur og nokkra tugi gramma af marijúana. Karl á þrítugsaldri játaði aðild að málinu við yfirheyrslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert