Kaupmenn við Laugaveginn eru ósáttir við fyrirætlanir um að hækka stöðumælagjöld í miðborginni. Brynjólfur Björnsson verslunarmaður í Brynju segir að hækkunin yrði aðför að versluninni í miðborginni. Ef hugmyndir umhverfis- og samgönguráðs borgarinnar verða að veruleika hækkar gjaldið um 66%-87%.
Breytingin á að auka nýtingu á bílastæðum í borginni en gjaldið mun hækka úr 150 kr. á klst. í 250 kr. á svæði 1 en úr 80 kr. í 150 kr. á svæði 2.
Þá yrði gjaldskyldur tími lengdur hæfist kl. 9 í stað 10 og lyki kl. 16 en nú lýkur gjaldtöku kl. 13 laugardögum.