Birkir Jón: Landsmenn allir njóti sömu lífskjara

Birkir Jón Jónsson
Birkir Jón Jónsson

„Ef stefna ríkisstjórnarinnar er raunverulega sú að við byggjum landið allt – þá er hún á kolrangri braut", segir Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins í Morgunblaðinu í dag, og Birkir heldur áfram: „Stefnubreyting verður að eiga sér stað. Að líkja þeirri stefnu sem nú ríkir við „norræna velferð" er hreinustu öfugmæli".

Eldsneytisverð og raforkukostnaður hefur náð sögulegum hæðum í forgangsröðun stjórnarinnar og er rétt að benda á að kostnaður heimila og atvinnulífs á landsbyggðinni er miklu meiri en hjá þorra landsmanna, segir Birkir. Hann segir tímabært að fara að líta til framtíðar eftir síðustu fréttir úr herbúðum ríkisstjórnarinnar en þær eru að forsætisráðherra hyggst stefna að því að vera við völd næstu þrjátíu árin.

Grein Birkir Jóns má lesa í heild í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert