Dýrara að leggja í nágrannalöndunum

Bílastæðagjald í Reykjavík hefur verið óbreytt síðan árið 2000 eða …
Bílastæðagjald í Reykjavík hefur verið óbreytt síðan árið 2000 eða í rúm 10 ár. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Rann­sókn­ir sem gerðar hafa verið á notk­un bíla­stæða í miðborg­um er­lend­is sýna ótví­rætt að bíla­stæðin eru leng­ur upp­tek­in ef  gjaldið er lágt. Því er hærra gjaldi beitt til að auka gegn­um­flæði bif­reiða um af­mörkuð bíla­stæði.

„Verðhækk­un ætti því að tryggja meira fram­boð af stæðum í miðborg Reykja­vík­ur sem er til mik­illa hags­bóta fyr­ir viðskipta­vini, kaup­menn og aðra rekstr­araðila,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg.

Um­hverf­is- og sam­gönguráð Reykja­vík­ur­borg­ar samþykkti á fundi sín­um í gær að beina því til borg­ar­ráðs að gjald fyr­ir bíla­stæði í miðborg­inni verði hækkað og að gjald­skyld­ur tími verði lengd­ur. Sam­kvæmt til­lög­um ráðsins hækk­ar klukku­tíma gjald fyr­ir bíla­stæði á göt­um úr 150 krón­um í 250 krón­ur.

Gjald­skyld­ur tími verður frá kl. 9-18 á virk­um dög­um og frá kl. 9-16 á laug­ar­dög­um.  Ráðið legg­ur til að gjald í bíla­stæðahús­um verði óbreytt en þar kost­ar fyrsti klukku­tím­inn 80 kr. en næstu tím­ar 50 kr. Staðfesta þarf til­lög­ur ráðsins í borg­ar­ráði en áformað er að breytt gjald­taka hefj­ist 15. apríl nk.

Reykja­vík­ur­borg seg­ir að í ná­granna­borg­um á borð við Kaup­manna­höfn, Ósló og Hels­inki sé marg­falt dýr­ara að leggja bíl  miðborg­inni og gjald­skyld­ur tími er lengri. Sem dæmi kost­ar klukku­tími á gjaldsvæði í miðborg Kaup­manna­hafn­ar  619 kr., í Ósló 677 kr. og í Hels­inki 639 kr.

Bíla­stæðagjald í Reykja­vík hef­ur verið óbreytt síðan árið 2000 eða í rúm 10 ár. Árið 2000 var klukku­tíma­gjaldið jafn­hátt ein­stöku strætófar­gjaldi fyr­ir full­orðinn sem er nú 350 krón­ur.

Nýt­ing bíla­stæða á göt­um á gjaldsvæði 1 í Reykja­vík er frá 90-95%. Næg bíla­stæði eru hins veg­ar í miðborg­inni og í næsta ná­grenni við hana.  Þá hafa bíla­stæðahús verið vannýtt en þau eru ódýr og góður kost­ur. Þar eru 1.140 bíla­stæði. Hálf­ur dag­ur í bíla­stæðahús­um Bíla­stæðasjóðs  kost­ar 230 krón­ur.  Í Kaup­manna­höfn kost­ar hálf­ur dag­ur aft­ur á móti 2.319 kr. „Bíla­stæðagjöld í Reykja­vík verða því áfram þau ódýr­ustu miðað við ná­granna­lönd,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg.

Bíla­stæðahús í miðborg Reykja­vík­ur eru við Lauga­veg, Vita­stíg, Bergstaðastræti, Hverf­is­götu og Kalkofns­veg.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert