Fordæmisgildið liggur ekki fyrir

mbl.is

Arion banki hefur lokið frumathugun á nýföllnum dómi Hæstaréttar í máli 600/2011 sem snýr að endurútreikningi erlendra lána samkvæmt ákvæðum laga nr. 151/2010.

 Að svo stöddu liggur ekki fyrir hvert fordæmisgildi dómsins er gagnvart þeim gengistryggðu lánum sem Arion banki hefur endurreiknað. Mun bankinn upplýsa viðskiptavini sína um leið og athugun á áhrifum og þýðingu dómsins liggur fyrir.

 Arion banki vill þó taka fram að hafi dómur Hæstaréttar í þessu máli fordæmisgildi gagnvart bankanum verður fjárhagur bankans eftir sem áður mjög traustur og eiginfjárhlutfall um 20%, en lágmarkskrafa Fjármálaeftirlitsins er 16%, segir í tilkynningu frá bankanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka