Gildi um öll gengislán

Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður.
Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður. Ómar Óskarsson

Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður telur að dómur Hæstaréttar í máli hjóna vegna vaxta af gengistryggðum lánum nái ekki eingöngu til einstaklinga heldur einnig fyrirtækja. ,,Ég sé ekki að forsendurnar í dóminum gefi tilefni til annarrar niðurstöðu en að þetta eigi við öll gengistryggð lán," segir Ragnar.

 Alls fengu hjónin lán upp á nær 58 milljónir hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Bankinn notaði hins vegar tækifærið til að skuldajafna kostnað vegna eldra máls með einu þeirra og kærðu hjónin þá ráðstöfun, Ragnar sagði að þannig hefði verið hægt að hraða málsmeðferðinni. Lánin voru öll greidd og fullnaðarkvittun fyrir hendi en ef svo hefði ekki verið hefði kærandinn, þ.e. hjónin, ekki getað krafist leiðréttingar á sömu forsendum, sagði Ragnar.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert