Íbúðaverðið á uppleið

Nýbyggingar í Lundi í Kópavogi.
Nýbyggingar í Lundi í Kópavogi. mbl.is/Kristinn

Um­skipti hafa orðið á fast­eigna­markaði á höfuðborg­ar­svæðinu. Íbúðaverð er tekið að hækka á ný eft­ir verðlækk­un í kjöl­far efna­hags­hruns­ins.

Þetta má lesa úr töl­um Fast­eigna­skrár en sam­kvæmt þeim hækkaði íbúðaverð um 4,7% að raun­gildi á 12 mánaða tíma­bili frá des­em­ber 2010 og fram í des­em­ber í fyrra.

Sam­kvæmt Hag­stofu Íslands hækkaði húsa­leiga á báðum helm­ing­um síðasta árs. Er það mat Leigulist­ans að leiga á höfuðborg­ar­svæðinu hafi hækkað um 4-8% á ár­inu 2011.

Bygg­ing­ar­kostnaður hef­ur áhrif á fram­boðið en í um­fjöll­un um mál þessi í Morg­un­blaðinu í dag bend­ir Gunn­ar Þor­láks­son, fram­kvæmda­stjóri Bygg­ing­ar­fé­lags Gylfa og Gunn­ars, á að ekki sé hag­kvæmt að byggja eins til tveggja her­bergja íbúðir um þess­ar mund­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert