Lánin bera neikvæða raunvexti

Forstjóri Fjármálaeftirlitsins og seðlabankastjóri mættu á fund efnahags- og viðskiptanefndar …
Forstjóri Fjármálaeftirlitsins og seðlabankastjóri mættu á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sem hófst kl. 17. mbl.is/Golli

Dóm­ur Hæsta­rétt­ar í dag í máli sem hjón höfðuðu gegn Frjálsa fjár­fest­inga­bank­an­um kem­ur til með að hafa víðtæk áhrif. Flest bend­ir til að bank­arn­ir komi til með að tapa tug­um millj­arða króna á dóm­um. Niðurstaðan þýðir jafn­framt að mik­ill mun­ur verður á stöðu þeirra sem tóku geng­is­tryggt lán og þeirra sem tóku inn­lent verðtryggt lán.

Er­lendu geng­islán­in voru dæmd ólög­mæt af Hæsta­rétti árið 2010. Þar með var ekki allri réttaró­vissu um þessi lán eytt. Ein af þeim spurn­ing­um sem deilt hef­ur verið um er hvaða vexti á að miða við fyrst sú viðmiðun sem upp­haf­lega var byggt á stóðst ekki. Átti að miða við er­lenda vexti eða inn­lenda vext­ir og átti lánið að vera verðtryggt eða óverðtryggt?

Niðurstaðan varð sú að miða við óverðtryggða vexti Seðlabank­ans eins og þeir voru á hverj­um tíma. Til að styrkja þessa niður­stöðu setti Alþingi lög árið 2010 þar sem seg­ir að miða skuli við þessa vexti við upp­gjör á lán­un­um.

Meiri­hluti Hæstirétt­ar tel­ur að þessi lög stand­ist ekki og vís­ar m.a. til 72. grein­ar stjórn­ar­skrár­inn­ar um eigna­rétt­indi. Ekki sé með al­menn­um lög­um unnt, „með svo íþyngj­andi hætti sem á reyn­ir í mál­inu, að hrófla með aft­ur­virk­um hætti við rétt­ar­regl­um um efni skuld­bind­inga og greiðslur skulda frá því sem gilti þegar til þeirra var stofnað og af þeim greitt,“ eins og seg­ir í dómn­um.

Ef öll geng­is­tryggð lán verða af­greidd með sama hætti og þetta lán ber bönk­un­um að miða við óverðtryggða er­lenda vexti, sem voru á bil­inu 2-5%, en ekki óverðtryggða vexti Seðlabank­ans sem hæst­ir fóru upp í 20%. Mun­ur­inn á vaxta­pró­sent­unni er mik­ill.

Mik­ill mun­ur á geng­is­tryggðum og óverðtryggðum lán­um

Þessi niðurstaða þýðir að geng­is­tryggðu lán­in, sem eft­ir geng­is­fall krón­unn­ar á ár­inu 2008 voru að sliga þá sem lán­in tóku, koma til með að bera nei­kvæða raun­vexti því verðbólga hef­ur verið mik­il hér á landi síðustu ár. Hún var t.d. yfir 12% á ár­un­um 2008-2009. Staða lán­tak­enda batn­ar mikið en staða bank­anna versn­ar.

Í umræðum um þessi mál eft­ir geng­islána­dóm hæsta­rétt­ar 2010 kom fram það sjón­ar­mið að eðli­legt væri að miða við óverðtryggða vexti Seðlabank­ans en ekki Li­bor-vexti vegna þess að ann­ars yrði mun­ur á stöðu þeirra sem tóku geng­is­tryggð lán og þeirra sem tóku inn­lend verðtryggð lán svo mik­ill. Hætt er við að þessi niðurstaða ýti enn und­ir umræðu um stöðu þeirra sem tóku verðtryggð lán. Mik­ill meiri­hluti allra lána heim­il­anna eru verðtryggð lán.

Dóm­ur Hæsta­rétt­ar í dag fjall­ar um geng­is­tryggt lán sem tekið var til hús­næðis­kaupa. Al­geng­ast var hins veg­ar að þessi lán væru notuð til bíla­kaupa. Dóm­ur­inn kem­ur því vænt­an­lega bæði til með að hafa áhrif á bank­ana og bíla­lána­fyr­ir­tæk­in. Um er að ræða tug þúsunda lána sem þarf að end­ur­reikna. Búið var að end­ur­reikna lán­in, en nú þurfa bank­arn­ir sem sé að reikna aft­ur miðað við breytta for­sendu.

Þegar bank­arn­ir voru end­ur­reist­ir eft­ir hrun tóku þeir yfir lán til ein­stak­linga og fyr­ir­tækja. Þessi yf­ir­færsla byggði á þeirri for­sendu að geng­is­tryggðu lán­in væru lög­leg.  Sú spurn­ing kann því að vakna hvort bank­arn­ir geta gert ein­hverja nýja kröf­ur á þrota­bú gömlu bank­anna. Hætt er við að það geti orðið erfitt því kröf­u­lýs­ing­ar­frest­ur er löngu liðinn.

37 þúsund heim­ili með geng­is­tryggð lán

Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu efna­hags- og viðskiptaráðuneyt­is­ins frá ár­inu 2010 er áætlað heild­ar­virði geng­is­tryggðra lána 841 millj­arður króna, en lán til ein­stak­linga um 186 millj­arðar króna. Stór hluti fyr­ir­tækjalána eru til aðila með tekj­ur í er­lendri mynt. Um 37 þúsund heim­ili voru með geng­is­tryggð lán.

Tals­menn bank­anna voru ekki til­bún­ir til að tjá sig efn­is­lega um dóm­inn þegar eft­ir því var leitað í dag. Þeir sögðust vera að fara yfir dóm­inn og meta áhrif hans.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um mbl.is voru for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins og seðlabanka­stjóri beðnir að mæta á fund efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar Alþing­is, sem hófst kl. 17.

Hæstiréttur dæmdi í dag að gengistryggð lán ættu að bera …
Hæstirétt­ur dæmdi í dag að geng­is­tryggð lán ættu að bera er­lenda óverðtryggða vexti, sem eru 2-5%. mbl.is / Hjört­ur
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert