Virkjanir eyða laxastofninum

Deilt er um hvort þrír virkjunarkostir í neðri Þjórsá fari …
Deilt er um hvort þrír virkjunarkostir í neðri Þjórsá fari í nýtingar- eða virkjunarflokk. mbl.is/RAX

Ef virkjanir í Neðri-Þjórsár verða að veruleika munu 81-89% af laxastofninum í ánni þurrkast út en hann er stærsti villti laxastofn landsins. Þetta segir Orri Vigfússon, formaður NASF, Verndarsjóðs villtra laxa.

Sjóðurinn skilaði inn umsögn um þrjá virkjunarkosti í neðri Þjórsá sem eiga að fara í nýtingarflokk í rammaáætlun um flokkun virkjunarkosta og leggur til að þeir verði færðir í verndunarflokk.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Orri að það sé mat bandaríska líffræðingsins dr. Margaret Filardo, sem hafi rannsakað áhrif virkjana á seiði og göngufiska í ánum Columbia og Snake á vesturströnd Bandaríkjanna, að laxastofninn hnigni um allt að 89%. Þetta sé langt frá því mati Landsvirkjunar að virkjanirnar í Þjórsá yllu aðeins 3-4% seiðaskaða hjá laxinum en fyrirtækið hefur vísað til virkjana í þessum ám sem fyrirmynd um hvernig staðið yrði að virkjunum í Þjórsá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert