Buðu Íslandi hærri hlutdeild

Fundur um lausn makríldeilunnar í Reykjavík var árangurslaus.
Fundur um lausn makríldeilunnar í Reykjavík var árangurslaus. mbl.is/Árni Sæberg

María Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóri ESB, og Lis­beth Berg-Han­sen, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Nor­egs, sendu í dag frá sér sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ingu þar sem lýst er von­brigðum með að ekki hafi tek­ist sam­komu­lag um nýt­ingu mak­ríl­stofns­ins. Þær segj­ast hafa boðið Íslandi hærri hlut­deild.

„Þrátt fyr­ir fimm samn­ingalot­ur frá haust­inu 2011 fram í byrj­un árs 2012, þar sem ESB og Nor­eg­ur lögðu fram þrjár til­lög­ur, eru það sér­stök von­brigði að hvorki Ísland né Fær­eyj­ar hafi í reynd reynt að ná sam­komu­lagi. Það er miður að hvorki Ísland né Fær­eyj­ar lögðu fram til­lög­ur sem ríma við svæðis­bundn­ar meg­in­regl­ur eða sögu­leg­ar veiðar úr stofn­in­um, en samn­ing­ar sem gerðir hafa verið um skipt­ingu afla land­anna hafa byggst á þess­um for­send­um.

Sam­eig­in­leg til­laga sem ESB og Nor­eg­ur lögðu fram í samn­ingaviðræðum fól í sér að hlut­deild Íslands og Fær­eyja hefði auk­ist um­tals­vert. Til­lag­an fól einnig í sér að ís­lensk­um og fær­eysk­um skip­um hefði verið leyft að veiða veru­leg­an hluta afla­hlut­deild­ar þeirra í lög­sögu ESB og Nor­egs, en sá mak­ríll sem þar veiðist er mark­tækt verðmæt­ari en mak­ríll sem veiðist á ís­lenska eða fær­eyska hafsvæðinu.

Þó að Evr­ópu­sam­bandið og Nor­eg­ur meti það lyk­il­hlut­verk sem sjáv­ar­út­veg­ur gegni í ís­lensku og fær­eysku efna­hags­lífi, virðast Ísland og Fær­eyj­ar í engu taka til­lit til mik­il­væg­is sjáv­ar­byggða í ESB og Nor­egi. Mak­ríl­veiði hef­ur aflað þúsund­um sjó­manna og iðnaðarmanna í strand­sam­fé­lög­um mik­illa tekna ára­tug­um sam­an. Ísland hef­ur hins veg­ar ný­lega hafið mak­ríl­veiðar.

ESB og Nor­eg­ur hafa byggt upp mak­ríl­stofn­inn með sjálf­bær­um veiðum. Þess­ari sjálf­bærni er bein­lín­is ógnað með ein­hliða veiðum Íslend­inga og Fær­ey­inga.“

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir að ESB og Nor­eg­ur viður­kenni að breyt­ing hafi orðið á göngu mak­ríls­ins á und­an­förn­um árum. Auk þess hafi stofn­inn stækkað. Þetta rétt­læti breytta skipt­ingu. Aukn­ing í veiðum Íslend­inga og Fær­ey­inga sé hins veg­ar svo mik­il að hún sé ekki í neinu sam­ræmi við þær breyt­ing­ar sem hafi orðið á göng­um eða stofn­stærð.

Evr­ópu­sam­bandið og Nor­eg­ur skora á Íslend­inga og Fær­ey­inga að draga úr veiðunum og leita sann­gjarna samn­inga um hlut­deild í stofn­in­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert