Endurreikna þarf fjölda lána

Eigið fé Landsbankans verður áfram yfir tilsettur mörkum, þó endureikna …
Eigið fé Landsbankans verður áfram yfir tilsettur mörkum, þó endureikna þurfi fjölda lána. mbl.is/Hjörtur

Landsbankinn hefur unnið að endurreikningi gengistryggðra lána í samræmi við lög nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, eins og þeim var breytt með lögum nr. 151/2010. Ljóst er að dómur Hæstaréttar breytir þeim endurreikningsaðferðum sem kveðið er á um í þeim lögum og bankinn hefur byggt á, segir í tilkynningu frá Landabankanum.

Nú fer í hönd vinna við að meta fordæmisgildi dómsins. Dómurinn hefur væntanlega í för með sér að endurreikna þarf á ný fjölda lána. Um er að ræða íbúðalán einstaklinga, lán til fyrirtækja og lán sem Landsbankinn tók yfir við samruna bankans við Spkef, SP–Fjármögnun og Avant. Ekki er þó hægt að fullyrða að niðurstaðan hafi áhrif á öll lán sem hafa verið endurreiknuð eða á eftir að endurreikna, segir í tilkynningunni.

Í uppgjöri bankans í lok september 2011 var eiginfjárhlutfall bankans 23,6%. Þó að endurreikningur muni hafa áhrif til lækkunar á eiginfjárhlutfalli er ljóst að eftir sem áður verður eigið fé umtalsvert yfir tilskyldum mörkum. Um leið og nákvæm tala liggur fyrir verður gerð grein fyrir henni, segir í tilkynningu Landsbankans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert