Enn eitt skrefið í tilraunastarfsemi

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is

„Mér sýn­ist að þarna sé á ferðinni enn eitt skrefið í þeirri til­rauna­starf­semi við stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar sem staðið hef­ur yfir í þrjú ár,“ seg­ir Birg­ir Ármanns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og full­trúi í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is, aðspurður um af­stöðu sína til þeirr­ar til­lögu sem samþykkt var af meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar í kvöld.

„Ég hefði haldið að nú á þess­um tíma­punkti ættu menn frek­ar að ein­beita sér að fag­legri og fræðilegri vinnu við að út­færa ein­hverj­ar breyt­ing­ar sem sæmi­leg samstaða gæti náðst um í staðinn fyr­ir að flækja ferlið með þeim hætti sem nú virðist eiga að fara út í,“ bæt­ir Birg­ir við en hann greiddi at­kvæði gegn til­lög­unni í kvöld.

Sam­kvæmt um­ræddri til­lögu er stefnt að því að stjórn­lagaráð komi aft­ur sam­an í fjóra daga í byrj­un mars­mánaðar og að greidd verði at­kvæði um til­lög­ur stjórn­lagaráðs sam­hliða for­seta­kosn­ing­um í sum­ar.


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka