Kennir Íslendingum og Færeyingum um niðurstöðuna

Maria Damanaki, yfirmaður sjávarútvegsmála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.
Maria Damanaki, yfirmaður sjávarútvegsmála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Reuters

„Það veld­ur sér­stak­lega mikl­um von­brigðum að hvorki Íslend­ing­ar né Fær­ey­ing­ar tóku virki­lega þátt í samn­ingaviðræðunum,“ sagði Maria Dam­anaki, yf­ir­maður sjáv­ar­út­vegs­mála í fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, í dag þegar fyr­ir lá að viðræður á milli sam­bands­ins, Nor­egs, Íslands og Fær­eyja um skipt­ingu mak­ríl­kvót­ans á þessu ári sem lauk í Reykja­vík í dag hefðu ekki skilað ár­angri.

Dam­anaki sagði enn­frem­ur sam­kvæmt Reu­ters-frétta­veit­unni að Evr­ópu­sam­bandið og Nor­eg­ur færu fram á það að Íslend­ing­ar og Fær­ey­ing­ar drægju úr ósjálf­bær­um mak­ríl­veiðum sín­um. „Við mun­um áfram vera reiðubú­in til þess að reyna að ná raun­hæf­um og sann­gjörn­um samn­ingi um skipt­ingu kvót­ans.“

Sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Skot­lands, Rich­ard Lochhead, sagði niður­stöðu viðræðnanna í dag von­brigði sam­kvæmt frétta­vef breska rík­is­út­varps­ins BBC. „Það veld­ur mikl­um von­brigðum og gremju að við skul­um standa frammi fyr­ir öðru ári án samn­ings um mak­ríl­inn.“ Hann sagði að það yrði að leysa úr deil­unni með ein­hverj­um hætti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert