Örn Bárður í framboð

Örn Bárður Jónsson.
Örn Bárður Jónsson.

Örn Bárður Jóns­son sókn­ar­prest­ur í Nes­kirkju hef­ur ákveðið að bjóða sig fram í bisk­ups­kjöri sem fram fer í apríl. Þar með hafa átta prest­ar til­kynnt um fram­boð.

Í yf­ir­lýs­ingu frá Erni Bárði seg­ir að hann hafi eft­ir langa um­hugs­un og hvatn­ingu, bæði leikra og lærðra ákveðið að gefa kost á sér til kjörs í embætti bisk­ups Íslands.

„Ég hef fjölþætta starfs­reynslu inn­an kirkj­unn­ar. Ég hef verið leikmaður í kirkj­unni, djákni, aðstoðarprest­ur, prest­ur og sókn­ar­prest­ur, verk­efn­is­stjóri og fræðslu­stjóri. Í fé­lags­starfi þar sem ég hef verið þátt­tak­andi hef ég verð val­inn til for­ystu. Ég þekki því flest af því sem snýr að hinu innra starfi kirkj­unn­ar og var starfsmaður á Bisk­ups­stofu í níu ár.

Bisk­up er fremst­ur meðal jafn­ingja. Hann er ekki fram­kvæmda­stjóri í fyr­ir­tæki held­ur gegn­ir hann and­legri þjón­ustu við alla kirkj­una. Hann er prest­ur prest­anna og þar með safnaðanna allra. Bisk­up má ekki ganga í skrif­stofu­björg og fjar­lægj­ast al­menn­ing. Bisk­up gegn­ir margþættu starfi og þarf að vera vel að sér í mörgu.

Hann þarf að verja kenn­ingu kirkj­unn­ar og vera til leiðbein­ing­ar um hana. Hann þarf að kunna skil á rekstri og stjórn­un, vera læs á árs­reikn­inga og rekst­ur. Hann þarf að vera góður í mann­leg­um sam­skipt­um og hann þarf að vera áheyri­leg­ur pré­dik­ari og kenni­maður.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert