Rætt um stöðu krónunnar á Alþingi

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. mbl.is/Ómar

Talsvert var rætt um stöðu íslensku krónunnar á Alþingi í morgun í kjölfar þess að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, vísaði til gagnrýni Jóns Sigurðssonar, forstjóra Össurar, á krónuna á viðskiptaþingi í gær. Gerði Jóhanna það í umræðu um fjarveru hennar á viðskiptaþinginu. Sagði hún að unnið væri að því að koma þeim málum í betra horf með umsókninni um aðild að Evrópusambandinu.

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði krónuna hafa bjargað íslensku efnahagslífi í kjölfar hrunsins. Um það væri flestir sammála um. Það væri óþarfi að tala hana niður ekki síst þar sem enginn vissi hvort Ísland ætti eftir að ganga í ESB.

Jóhanna sagðist sammála því að krónan hefði komið sér vel fyrir útflutningsgreinarnar en á hinn bóginn hefði hún ekki komið sér vel fyrir heimilin í landinu og skuldara. Þeim málum yrði betur fyrir komið innan ESB.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert