Margir hafa verið ginnkeyptir fyrir upptöku evrunnar. Það er skiljanlegt með hliðsjón af þeim miklu sveiflum sem verið hafa á íslensku krónunni, segir Ragnar Arnalds, fv. ráðherra, í grein í Morgunblaðinu í dag.
Hann segir að fæstir hafa áttað sig á því að þegar mörg ríki sem búa við mjög mismunandi aðstæður taka upp sameiginlegan gjaldmiðil myndast fyrr en síðar háskalegt misvægi, vegna þess að sömu vextir og gengi henta ekki öllum ríkjunum.
Ragnar telur að áróðurinn fyrir upptöku evru sé af pólitískum rótum runninn jafnt hér á landi sem á meginlandinu og byggist ekki á hagfræðilegum rökum.
Grein Ragnars Arnalds má lesa í heild í Morgunblaðinu í dag.