Skóflu stolið

Skóflan er af gerðinni ALLU SMH 3-12.
Skóflan er af gerðinni ALLU SMH 3-12. Frá lögreglunni.

Skóflu var stolið úr grjótnámu við Sólheima í Mýrdalshreppi fyrir nokkrum dögum. Um er að ræða skóflu sem sett er á stórar skurðgröfur. Skóflan er notuð til að flokka jarðefni og sigta fínt efni. Hún er af gerðinni ALLU SMH 3-12.

Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum um skófluna eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Hvolsvelli í síma 488-4110.

Einungis eru til 2-3 slíkar skóflur hér á landi og því tjónið töluvert fyrir eigandann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert