Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd Alþingis hafa farið fram á fund í nefndinni nk. mánudag þar sem farið verði yfir stöðuna í makrílviðræðunum og framhald þeirra.
Undanfarna daga hafa staðið yfir í Reykjavík viðræður strandríkjanna fjögurra, Íslands, Noregs, Færeyja og Evrópusambandsins um stjórn markílveiða á Norðaustur-Atlantshafi. Þessum viðræðum lauk í dag án árangurs. Ætlunin er að taka upp viðræður á nýjan leik vegna veiða ársins 2013.