Forstjóra FME sagt upp störfum

Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson

Gunn­ari And­er­sen, for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, var í dag sagt upp störf­um. Morg­un­blaðið hef­ur þetta eft­ir áreiðan­leg­um heim­ild­um. Gunn­ar hef­ur and­mæla­rétt til mánu­dags en hann fékk upp­sagn­ar­bréf sent til sín í dag.

Sam­kvæmt heim­ild­um blaðsins er ástæða upp­sagn­ar­inn­ar um­fjöll­un Kast­ljóss um hans mál.

„Við sett­um þetta mál í ákveðið ferli í nóv­em­ber eft­ir fréttaum­fjöll­un þar sem því var haldið fram að það hefðu komið fram nýj­ar upp­lýs­ing­ar um hæfi Gunn­ars. Ferlið fól í sér þrennt. Í fyrsta lagi feng­um við Andra Árna­son til þess að at­huga hvort eitt­hvað væri hæft í því að nýj­ar upp­lýs­ing­ar hefðu komið fram og að beiðni Andra var jafn­framt líka kallað eft­ir upp­lýs­ing­um frá reglu­verði Lands­bank­ans og víðar,“ seg­ir Aðal­steinn Leifs­son, formaður stjórn­ar Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

„Í ann­an stað þá mynd­um við fela tveim­ur nýj­um óháðum aðilum að fara yfir og rýna álits­gerðir Andra. Þetta voru Ástráður Har­alds­son lögmaður og Ásbjörn Björns­son end­ur­skoðandi. Í þriðja lagi að í fram­haldi af þessu myndi stjórn­in fjalla um málið og nátt­úr­lega taka sín­ar ákv­arðanir.“

Bú­ist er við því að stjórn Fjár­mála­eft­ir­lits­ins komi með til­kynn­ingu vegna þessa máls eft­ir helg­ina, senni­lega á þriðju­dag.

Gunn­ar hef­ur gegnt stöðu for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins í tæp þrjú ár.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert