Áfram einbreitt yfir Múlakvísl í sumar

Bráðabirgðabrúin var smíðuð yfir Múlakvísl í fyrrasumar.
Bráðabirgðabrúin var smíðuð yfir Múlakvísl í fyrrasumar. mbl.is

Horfið hefur verið frá því að byggja nýja brú yfir Múlakvísl á þessu ári. Því verður áfram notast við einbreiðu bráðabirgðabrúna, sem reist var eftir að flóð í ánni tók brúna í byrjun júlímánaðar í fyrra.

Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, segir í Morgunblaðinu í dag að í vetur hafi gögnum verið safnað um flóðið í fyrrasumar og rætt hafi verið við vísindamenn um líklega þróun á svæðinu, auk þess að frumhanna nýja brú og kerfi varnargarða. Vilji sé til þess að ný brú þoli að minnsta kosti sambærilegt flóð og varð í fyrra og þurfi hún því að vera stærri og öflugri en gamla brúin.

Hugmyndin var að hönnun nýrrar brúar lyki í vetur og verkefnið yrði þá boðið út. Nú er verið að steypa fjölda niðurrekstrarstaura sem settir verða undir stöpla brúarinnar, þannig að þeir verða til staðar þegar ákveðið verður að hefjast handa við smíðina.

„Niðurstaðan er sú að sjálf brúargerðin fer ekki af stað í sumar,“ segir Hreinn. „Enn er skjálftavirkni á svæðinu og vísindamenn sem við höfum ráðfært okkur við hafa stutt þá afstöðu að sjá hver virknin í skjálftum og jarðhita undir jöklinum verður áður en ákvörðun verður tekin um að leggja í framkvæmdir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka