TF-GNA lent með fólkið

Þyrla Landhelgisgæslunnar
Þyrla Landhelgisgæslunnar Mynd/Landhelgisgæsla Íslands

Fólkinu sem lenti í sjálfheldu vestur af Eyjafjallajökli fyrr í kvöld var bjargað af TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar. Rétt í þessu lenti þyrlan með fólkið við lögreglustöðina á Hvolsvelli.

Það var hætt komið í klettum vestur af Grýtutindi þegar óskað var eftir aðstoð björgunarsveita og Landhelgisgæslu. Fólkið er sagt óslasað.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli var kalt og fremur hvasst á svæðinu en þar gekk á með skafrenningi og var fólkið orðið fremur kalt þegar því var bjargað af þyrlusveit Gæslunnar.

Fólkið, einn Íslendingur og tveir útlendingar, var vel búið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert