Vaxtabætur til athugunar

Hæstiréttur.
Hæstiréttur. mbl.is/Hjörtur

Embætti ríkisskattstjóra kannar nú hvort vaxtadómur Hæstaréttar á miðvikudag valdi því að endurreikna þurfi aftur í tímann vaxtabætur þeirra sem tóku gengistryggðu lánin. Vaxtabætur ýmist hækka eða lækka í samræmi við vaxtabyrðina á húsnæðislánum.

Óljóst er enn hvort dómurinn mun gagnast þeim sem tóku gengistryggð lán fyrir hrun en hættu að borga af þeim og eru í vanskilum. Lögmenn segja að fleiri dóma þurfi að kveða upp í Hæstarétti til að skýra ýmis atriði. Fram kom á Alþingi í gær að formaður efnahags- og viðskiptanefndar, Helgi Hjörvar, telur að fara þurfi yfir öll verðtryggð húsnæðislán vegna dómsins.

Í ítarlegri umfjöllun um dóminn og áhrif hans í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að greiðslubyrði mun minnka mikið hjá mörgum sem tóku gengistryggð lán, jafnvel um allt að 40% en það fer þó mjög eftir því hvenær lánin voru tekin. Ekki er ljóst af dóminum hvort miða eigi við upprunalega samningsvexti til dagsins í dag eða hvort eingöngu eigi að reikna samningsvexti samkvæmt þeim greiðslum sem greiddar voru á gjalddaga í samræmi við innheimtu bankanna. Sumir lögmenn álíta að dómurinn hafi aðeins fordæmisgildi varðandi húsnæðislán en ekki bílalán og lán til fyrirtækja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert