Vegurinn við Jökulsárlón ekki lengur talinn í hættu

Jökulsárlón á Breiðamerkursandi.
Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. mbl.is/Ómar

Hringvegurinn um Breiðamerkursand er ekki lengur talinn í bráðri hættu vegna ágangs sjávar. Fargi hefur verið létt af landinu eftir því sem jöklarnir hafa þynnst og hopað á síðustu árum og hefur landið risið, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Því hefur verið hætt við hugmyndir um að færa veg og brú ofar í Jökulsárlónið.

„Við vorum komnir í þær stellingar að færa varnarlínuna innar í lónið, þ.e. veginn og nýja brú,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri í Morgunblaðinu í dag.

„Mannvirkin voru hugsuð til 30-40 ára þannig að bráðahætta yrði ekki yfirvofandi. Í nokkur ár gekk jafnt og þétt á ströndina og sjávarlína færðist nær og nær mannvirkjunum. Síðustu ár hefur orðið breyting á þessu og hætt hefur að ganga á landið, ekki síst vegna landlyftingarinnar. Þessar aðgerðir eru því ekki lengur á döfinni og eins og staðan er núna þá höfum við fyrst og fremst eftirlit með hugsanlegum breytingum,“ segir vegamálastjóri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert