Verður að leysast hratt

Dómur hæstaréttar um gengistryggð lán var ræddur á ríkisstjórnarfundi í dag. Ekki er búið að taka neinar ákvarðanir um aðgerðir eða tilmæli sem verða send á fjármálastofnanir. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að stíga þurfi varlega til jarðar í þessum efnum, málið megi þó ekki dragast. Á næstunni verði haft náið samráð við fjármálastofnanir um næstu skref í málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert