„67% hækkun út úr kortinu“

Júlíus Vífill telur hækkun stöðumælagjalda í miðborg Reykjavíkur ótæka.
Júlíus Vífill telur hækkun stöðumælagjalda í miðborg Reykjavíkur ótæka. Júlíus Vífill Ingvarsson

Júlí­us Víf­ill Ingvars­son borg­ar­full­trúi tel­ur ný­leg­ar fyr­ir­ætlan­ir um­hverf­is- og sam­gönguráðs Reykja­vík­ur­borg­ar um hækk­un stöðumæla­gjalda í Reykja­vík ekki vera gerðar til sam­ræm­is við meðal­hófs­reglu.

„Öllum hlýt­ur að vera ljóst að 67% hækk­un er al­gjör­lega út úr kort­inu og get­ur ekki tal­ist eðli­leg stjórn­sýsla“ segir Júlí­us Víf­ill en samþykkt­in fel­ur í sér hækk­un stöðumæla­gjalda um 66%-87% auk leng­ing­ar gjald­skyldu­tíma.

„Sam­tök og sam­starfs­vett­vang­ur rekstr­araðila í miðbog­inni, Miðborg­in okk­ar, voru hvorki höfð með í ráðum né upp­lýst um þessa til­lögu. Þess í stað fréttu þau af þessu sama morg­un og hún birt­ist í fjöl­miðlum.“

Hann seg­ir hækk­un gjald­skyldu í miðborg­inni ekki endi­lega þurfa að vera stór­kost­leg tíðindi „en hækk­un upp á 67% á einu bretti er auðvitað al­gjör­lega ótæk“.

„Því hef­ur verið haldið fram að hækk­un­in sé gerð í takt við efna­hags- og verðlagsþróun en þá vakn­ar sú spurn­ing af hverju ekki var hækkað árið 2010 eða 2011, þar sem sami meiri­hluti hef­ur verið við völd í borg­inni í tvö ár,“ seg­ir Júlí­us Víf­ill.

Miðborg­in á tíma­mót­um

Hann seg­ir borg­ina standa ákveðnum tíma­mót­um því meira rými sé nú laust á Lauga­veg­in­um en verið hef­ur um langt skeið. „Þá horf­ir maður til dæm­is til efsta hluta Lauga­veg­ar­ins þar sem 3.000 fer­metra versl­un­ar­hús­næði hef­ur staðið autt um lang­an tíma og eng­in breyt­ing virðist ætla að vera á því í bráð.“

Hann seg­ir það frum­skyldu borg­ar­yf­ir­valda þegar unnið sé að til­lög­um sem þess­um að hafa sam­ráð við þá sem málið þekkja og hafa reynslu af rekstri í miðborg­inni, svo sem áður­nefnd hags­muna­sam­tök, Miðborg­in okk­ar.

„Mér finnst meiri­hluti Besta flokks og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hafa til­einkað sér þau vinnu­brögð að hafa sem minnst sam­ráð við borg­ar­búa á öll­um sviðum. Það er áhyggju­efni og þvert á það sem þess­ir flokk­ar lofuðu borg­ar­bú­um í upp­hafi kjör­tíma­bils.

Hann seg­ist ekki vita til þess hvort verið sé að skipu­leggja mót­mæli en að lík­legt hljóti að telj­ast að kaup­menn geri at­huga­semd­ir við ákv­arðana­tök­una.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert