Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fundaði í gær með þingmönnum Hreyfingarinnar um skuldastöðu heimila sem og ýmis mál. Fundurinn er sá þriðji á skömmum tíma á Bessastöðum þar sem skuldamálin ber á góma.
Ólafur Ragnar fundaði 15. september sl. með Sturlu Jónssyni og Arngrími Pálmasyni um fjármál einstaklinga og samskipti þeirra við bankastofnanir og opinbera aðila.
Hinn 11. jan. 2011 átti forsetinn svo fund með stjórnarmönnum í Hagsmunasamtökum heimilanna þar sem þeir gerðu grein fyrir helstu áherslum og baráttumálum samtakanna, einkum varðandi lánastöðu heimila, greiðsluerfiðleika, breytingar á húsnæðislánakerfi, neytendavernd og önnur hagsmunamál.
Loks má geta þess að 14. nóvember sl. flutti forsetinn ræðu á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Genf um skuldavanda þjóða. Sagði forsetinn m.a. nauðsynlegt að lánveitendur bæru ábyrgð til jafns við lántakendur.
Ræðan var á ensku.