Talið er víst að Gunnar Andersen muni „andmæla kröftuglega“ uppsögn úr starfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, samkvæmt öruggum heimildum, en honum var sagt upp störfum í gær.
Sjálfur vill Gunnar ekki tjá sig um uppsögnina fyrr en andmælafresturinn rennur út á mánudag. „Ég ætla að láta helgina líða. Ég er búinn að segja það sem ég ætla að segja á þessum tímapunkti.“
Gunnar hefur gegnt stöðu forstjóra Fjármálaeftirlitsins í tæp þrjú ár. Búist er við því að stjórn Fjármálaeftirlitsins komi með tilkynningu vegna þessa máls eftir helgina, sennilega á þriðjudag.