Vandasamt að finna forstjóra

Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson

„Ekki er örgrannt um að sú hugs­un leiti á að vanda­samt kynni að verða að finna til starf­ans ein­stak­ling sem án at­huga­semda stenst skoðun af þess­um toga.“ Þetta segja Ásbjörn Björns­son, lög­gilt­ur end­ur­skoðandi, og Ástráður Har­alds­son hæsta­rétt­ar­lögmaður, sem unnu grein­ar­gerð fyr­ir stjórn Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um hæfi Gunn­ars And­er­sens for­stjóra.

„Ljóst má vera að hver sá sem val­inn væri til að gegna starfi for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins þyrfti að hafa til að bera starfs­reynslu og lífs­reynslu sem dug­ar til að geta valdið svo mik­ils­verðu og vanda­sömu starfi. Þar á meðal þarf slík­ur ein­stak­ling­ur að hafa til að bera hald­góða þekk­ingu á, og reynslu af, starf­semi fjár­mála­fyr­ir­tækja. Ljóst er einnig að hver sá sem stend­ur að um­fangs­mik­illi at­vinnu­starf­semi og flókn­um viðskiptaflétt­um kann á löng­um ferli að tengj­ast ein­stök­um at­vik­um sem efti­rá séð kunna að orka tví­mæl­is. Rann­sókn­ir um hæfi Gunn­ars Þ. And­er­sens til að gegna starfi for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins hafa verið ít­ar­leg­ar og staðið um langa hríð,“ seg­ir í grein­ar­gerðinni.

Vék sæti í mál­um sem varðaði gamla Lands­bank­ans

Gunn­ar And­er­sen var starfsmaður Lands­bank­ans um síðustu alda­mót, en hætti störf­um þegar Björgólfs­feðgar eignuðust ráðandi hlut í bank­an­um.

Fram kem­ur í grein­ar­gerðinni að Gunn­ar sagðist víkja sæti í öll­um rann­sókn­ar­mál­um er varða gamla Lands­bank­ann. Þessi ákvörðun teng­ist á eng­an hátt mál­um er varða nýja Lands­bank­ann (eða NBI hf.) Fram kom að þessi ákvörðun snerti í reynd afar fá mál sem stofn­un­in hef­ur til úr­lausn­ar og veld­ur því ör­sjald­an van­hæfi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka