Nöfnin Ermenga, Ektavon og Úlftýr samþykkt

Mannanafnanefnd hefur kveðið upp sinn dóm: Börn mega heita Úlftýr …
Mannanafnanefnd hefur kveðið upp sinn dóm: Börn mega heita Úlftýr en ekki Nicoletta. mbl.is/RAX

Nöfn­in Ermenga, Úlftýr, Vo­ney, Amír og Siv hafa verið samþykkt af manna­nafna­nefnd og færð í manna­nafna­skrá. Karl­mannsafn­inu Ekta­von var hafnað sem eig­in­nafni en samþykkt sem milli­nafn. Þá var milli­nafnið Helg­fell samþykkt en eig­in­nafn­inu Nicoletta hafnað. Var þetta gert með úr­sk­urði nefnd­ar­inn­ar 2. fe­brú­ar síðastliðinn.

Í úr­sk­urði manna­nafna­nefnd­ar um karl­manns­nafnið Ekta­von seg­ir að lög­um um manna­nöfn segi: Stúlku skal gefa kven­manns­nafn og dreng skal gefa karl­manns­nafn. Eðli­legt er að líta svo á að nafnið Ekta­von sé sam­sett úr fyrri liðnum ekta og síðari liðnum von. Síðari liður­inn er kven­kynsorð og kven­manns­nafnið Von er á manna­nafna­skrá. Því er ekki mögu­legt að fall­ast á beiðni um eig­in­nafnið Ekta­von sem karl­manns­nafn.

Af þessu til­efni skal tekið fram að Ekta­von upp­fyll­ir ákvæði 6. gr. lag­anna, um mill­i­nöfn. Milli­nafnið Ekta­von er dregið af ís­lensk­um orðstofn­um, hef­ur ekki nefni­fallsend­ingu og hef­ur hvorki unnið sér hefð sem eig­in­nafn kvenna né sem eig­in­nafn karla. Nafnið er ekki held­ur ætt­ar­nafn í skiln­ingi 7. gr. laga um manna­nöfn. Því er mögu­legt að samþykkja milli­nafnið Ekta­von.

Í úr­sk­urði manna­nafna­nefnd­ar um milli­nafnið Helg­fell seg­ir:

Milli­nafnið Helg­fell er dregið af ís­lensk­um orðstofn­um, hef­ur ekki nefni­fallsend­ingu og hef­ur hvorki unnið sér hefð sem eig­in­nafn kvenna né sem eig­in­nafn karla. Nafnið er ekki held­ur ætt­ar­nafn í skiln­ingi laga um manna­nöfn. Milli­nafnið Helg­fell upp­fyll­ir þannig ákvæði 6. gr. fyrr­nefndra laga.

Í úr­sk­urði manna­nafna­nefnd­ar um eig­in­nafnið Úlftýr seg­ir:

Eig­in­nafnið Úlftýr (kk.) tek­ur ís­lenskri beyg­ingu í eign­ar­falli, Úlf­týs, og telst að öðru leyti upp­fylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/​1996 um manna­nöfn.

Í úr­sk­urði manna­nafna­nefnd­ar um um eig­in­nafnið Vo­ney seg­ir:

Eig­in­nafnið Vo­ney (kvk.) tek­ur ís­lenskri beyg­ingu í eign­ar­falli, Vo­n­eyj­ar, og telst að öðru leyti upp­fylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/​1996 um manna­nöfn.

Í úr­sk­urði nefnd­ar­inn­ar um nafnið Amír seg­ir:

Eig­in­nafnið Amír (kk.) tek­ur ís­lenskri beyg­ingu í eign­ar­falli, Amírs, og telst að öðru leyti upp­fylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/​1996 um manna­nöfn.

Þá seg­ir í úr­sk­urði nefnd­ar­inn­ar um kven­manns­nafnið Ermenga:

Eig­in­nafnið Ermenga (kvk.) tek­ur ís­lenskri beyg­ingu í eign­ar­falli, Ermengu, og telst að öðru leyti upp­fylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/​1996 um manna­nöfn.

Úrsk­urðarorð nefnd­ar­inn­ar um eig­in­nafnið Siv eru ít­ar­legri en þar seg­ir:

Með úr­sk­urði 29. des­em­ber 2006 hafnaði manna­nafna­nefnd beiðni um nafnið Siv með rök­stuðningi þar sem nafnið Siv telj­ist ekki ritað í sam­ræmi við al­menn­ar rit­regl­ur ís­lensks máls og rit­hátt­ur­inn hafi ekki áunnið sér hefð í mál­inu.

Öll skil­yrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/​1996 um manna­nöfn þurfa að vera upp­fyllt svo að mögu­legt sé að samþykkja nýtt eig­in­nafn og færa það á manna­nafna­skrá. Skil­yrðin eru þessi: (1) Eig­in­nafn skal geta tekið ís­lenska eign­ar­fallsend­ingu eða hafa unnið sér hefð í ís­lensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við ís­lenskt mál­kerfi. (3) Það skal ritað í sam­ræmi við al­menn­ar rit­regl­ur ís­lensks máls nema hefð sé fyr­ir öðrum rit­hætti þess. Með al­menn­um rit­regl­um ís­lensks máls er vísað til aug­lýs­inga nr. 132/​1974 og 261/​1977 um ís­lenska staf­setn­ingu.

Þegar svo hátt­ar að eig­in­nafn upp­fyll­ir ekki þau skil­yrði, sem til­greind eru í 1. og 3. málslið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/​1996, þ.e. tek­ur ekki ís­lenska eign­ar­fallsend­ingu og/​eða telst ekki ritað í sam­ræmi við rit­regl­ur ís­lensks máls, er unnt að samþykkja nafnið á manna­nafna­skrá ef það telst hafa áunnið sér hefð. Hins veg­ar heim­ila manna­nafna­lög ekki að unnt sé að samþykkja nýtt eig­in­nafn á manna­nafna­skrá á grund­velli hefðar ef nafnið brýt­ur í bág við ís­lenskt mál­kerfi, sbr. 2. málslið 1. mgr. 5. gr. sömu laga.

Í máli þessu reyn­ir á skil­yrði nr. þrjú hér að ofan. Þar sem rit­hátt­ur nafns­ins Siv (kvk.) get­ur ekki tal­ist í sam­ræmi við al­menn­ar rit­regl­ur ís­lensks máls er aðeins heim­ilt að fall­ast á umbeðinn rit­hátt ef hann telst hefðaður sam­kvæmt lög­um um manna­nöfn.

Hug­takið hefð í manna­nafna­lög­um varðar einkum er­lend nöfn frá síðari öld­um sem ekki hafa aðlag­ast rit­regl­um ís­lensks máls. Þau eru stund­um nefnd ung töku­nöfn og koma fyrst fram í ís­lensku máli árið 1703 þegar mann­tal á Íslandi var tekið fyrsta sinni. Túlk­un manna­nafna­nefnd­ar á hug­tak­inu hefð í 5. og 6. gr. laga nr. 45/​1996 styðst við eft­ir­far­andi vinnu­lags­regl­ur sem nefnd­in setti sér á fundi 14. nóv­em­ber 2006 og eru byggðar á grein­ar­gerð með frum­varpi að manna­nafna­lög­um og eldri vinnu­lags­regl­um:

  1. Ungt tök­u­nafn telst hafa unnið sér hefð í ís­lensku máli ef það full­næg­ir ein­hverju eft­ir­far­andi skil­yrða:
    1. Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslend­ing­um;
    2. Það er nú borið af 10–14 Íslend­ing­um og hinn elsti þeirra hef­ur náð a.m.k. 30 ára aldri;
    3. Það er nú borið af 5–9 Íslend­ing­um og hinn elsti þeirra hef­ur náð a.m.k. 60 ára aldri;
    4. Það er nú borið af 1–4 Íslend­ing­um og kem­ur þegar fyr­ir í mann­tal­inu 1910;
    5. Það er ekki borið af nein­um Íslend­ingi nú en kem­ur a.m.k. fyr­ir í tveim­ur mann­töl­um frá 1703–1910.
  2. Með Íslend­ing­um er átt við þá sem öðlast hafa ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt án um­sókn­ar og eiga eða hafa átt lög­heim­ili á Íslandi.
  3. Tök­u­nafn get­ur verið hefðað þó að það komi ekki fyr­ir í mann­töl­um ef það hef­ur unnið sér menn­ing­ar­helgi. Nafn telst hafa unnið sér menn­ing­ar­helgi komi það fyr­ir í al­kunn­um rit­um, frum­sömd­um eða þýdd­um, í nafn­mynd sem ekki brýt­ur í bág við ís­lenskt mál­kerfi.

Sam­kvæmt gögn­um Þjóðskrár bera níu kon­ur eig­in­nafnið Siv sem upp­fylla skil­yrði vinnu­lags­regln­anna og er sú elsta þeirra fædd árið 1948. Það telst því vera hefð fyr­ir þess­um rit­hætti.

Sama ger­ir nefnd­in í úr­sk­urði sín­um um eig­in­nafnið Nicoletta:

Öll skil­yrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/​1996 um manna­nöfn þurfa að vera upp­fyllt svo að mögu­legt sé að samþykkja nýtt eig­in­nafn og færa það á manna­nafna­skrá. Skil­yrðin eru þessi: (1) Eig­in­nafn skal geta tekið ís­lenska eign­ar­fallsend­ingu eða hafa unnið sér hefð í ís­lensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við ís­lenskt mál­kerfi. (3) Það skal ritað í sam­ræmi við al­menn­ar rit­regl­ur ís­lensks máls nema hefð sé fyr­ir öðrum rit­hætti þess. Með al­menn­um rit­regl­um ís­lensks máls er vísað til aug­lýs­inga nr. 132/​1974 og 261/​1977 um ís­lenska staf­setn­ingu.

Þegar svo hátt­ar að eig­in­nafn upp­fyll­ir ekki þau skil­yrði, sem til­greind eru í 1. og 3. málslið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/​1996, þ.e. tek­ur ekki ís­lenska eign­ar­fallsend­ingu og/​eða telst ekki ritað í sam­ræmi við rit­regl­ur ís­lensks máls, er unnt að samþykkja nafnið á manna­nafna­skrá ef það telst hafa áunnið sér hefð. Hins veg­ar heim­ila manna­nafna­lög ekki að unnt sé að samþykkja nýtt eig­in­nafn á manna­nafna­skrá á grund­velli hefðar ef nafnið brýt­ur í bág við ís­lenskt mál­kerfi, sbr. 2. málslið 1. mgr. 5. gr. sömu laga.

Í máli þessu reyn­ir á skil­yrði nr. þrjú hér að ofan. Rit­hátt­ur nafns­ins Nicoletta (kvk.) get­ur ekki tal­ist í sam­ræmi við al­menn­ar rit­regl­ur ís­lensks máls enda er bók­staf­ur­inn c ekki í ís­lensku staf­rófi. Á nafnið er því aðeins heim­ilt að fall­ast ef umbeðinn rit­hátt­ur þess telst hefðaður sam­kvæmt lög­um um manna­nöfn.

Hug­takið hefð í manna­nafna­lög­um varðar einkum er­lend nöfn frá síðari öld­um sem ekki hafa aðlag­ast rit­regl­um ís­lensks máls. Þau eru stund­um nefnd ung töku­nöfn og koma fyrst fram í ís­lensku máli árið 1703 þegar mann­tal á Íslandi var tekið fyrsta sinni. Túlk­un manna­nafna­nefnd­ar á hug­tak­inu hefð í 5. og 6. gr. laga nr. 45/​1996 styðst við eft­ir­far­andi vinnu­lags­regl­ur sem nefnd­in setti sér á fundi 14. nóv­em­ber 2006 og eru byggðar á grein­ar­gerð með frum­varpi að manna­nafna­lög­um og eldri vinnu­lags­regl­um:

  1. Ungt tök­u­nafn telst hafa unnið sér hefð í ís­lensku máli ef það full­næg­ir ein­hverju eft­ir­far­andi skil­yrða:
    1. Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslend­ing­um;
    2. Það er nú borið af 10–14 Íslend­ing­um og hinn elsti þeirra hef­ur náð a.m.k. 30 ára aldri;
    3. Það er nú borið af 5–9 Íslend­ing­um og hinn elsti þeirra hef­ur náð a.m.k. 60 ára aldri;
    4. Það er nú borið af 1–4 Íslend­ing­um og kem­ur þegar fyr­ir í mann­tal­inu 1910;
    5. Það er ekki borið af nein­um Íslend­ingi nú en kem­ur a.m.k. fyr­ir í tveim­ur mann­töl­um frá 1703–1910.
  2. Með Íslend­ing­um er átt við þá sem öðlast hafa ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt án um­sókn­ar og eiga eða hafa átt lög­heim­ili á Íslandi.
  3. Tök­u­nafn get­ur verið hefðað þó að það komi ekki fyr­ir í mann­töl­um ef það hef­ur unnið sér menn­ing­ar­helgi. Nafn telst hafa unnið sér menn­ing­ar­helgi komi það fyr­ir í al­kunn­um rit­um, frum­sömd­um eða þýdd­um, í nafn­mynd sem ekki brýt­ur í bág við ís­lenskt mál­kerfi.

Sam­kvæmt gögn­um Þjóðskrár ber eng­in kona eig­in­nafnið Nicoletta sem upp­fyll­ir skil­yrði vinnu­lags­regln­anna.

 Eig­in­nafnið Nicoletta upp­fyll­ir þar af leiðandi ekki öll skil­yrði 5. gr. laga nr. 45/​1996 um manna­nöfn og því er ekki mögu­legt að fall­ast á það.

 

 

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka