Skipstjórinn lét vita af sér

Skipstjóri smábáts sem tilkynnti sig ekki til vaktstöðvar siglinga lét vita af sér seint í gærkvöldi. Þá voru tvö björgunarskip Landsbjargar og fiskibátur á leið til hans.

Vaktstöð siglinga var búin að gera ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við bátinn, en þegar það tókst ekki var ákveðið að senda björgunarskip til að kanna hvort allt væri í lagi.

Báturinn var um 20 mílur út af Garðskaga. Tvö björgunarskip voru send af stað frá Hafnarfirði. Þegar þau voru komin um hálfa leið lét skipstjórinn loks vita af sér og sagði að allt væri í lagi um borð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert