Jón Gnarr í rusli

Borgarstjórinn Jón Gnarr við sorphirðu í Kvíslunum í morgun.
Borgarstjórinn Jón Gnarr við sorphirðu í Kvíslunum í morgun. Af vef Reykjavíkurborgar

Jón Gn­arr borg­ar­stjóri tók dag­inn snemma í morg­un og kynnti sér sorp­hirðu borg­ar­inn­ar. Var hann mætt­ur klukk­an sex í höfuðstöðvar sorp­hirðunn­ar í Gufu­nesi til að heilsa upp á mann­skap­inn sem kem­ur þá til vinnu.

Þar klædd­ist borg­ar­stjóri ein­kenn­is­bún­ingi sorp­hirðunn­ar en síðan var för­inni heitið í Kvíslahverfið í Árbæ með vösk­um flokki sorp­hirðufólks.

Trillaði tunn­um í gríð og erg

Borg­ar­stjóri gekk í rúm­an klukku­tíma um Kvísl­irn­ar og trillaði tunn­um í gríð og erg. Var ekki laust við að hon­um væri farið að hitna ör­lítið í lopa­peys­unni góðu með merki borg­ar­inn­ar á sem hann klæðist við hin ýmsu tæki­færi. „Þetta er greini­lega mjög erfitt starf en það kem­ur mér á óvart hversu hratt og snurðulaust þetta geng­ur fyr­ir sig,“ er haft eft­ir Jóni Gn­arr á vef Reykja­vík­ur­borg­ar.

Í flokkn­um sem borg­ar­stjóri gekk til liðs við voru eng­ir au­kvis­ar, seg­ir í frétt borg­ar­inn­ar. Bíl­stjór­inn Ísak Guðjóns­son er fjór­fald­ur Íslands­meist­ari í ralli, Edda María Birg­is­dótt­ir spil­ar með úr­vals­deild­arliði Stjörn­unn­ar í knatt­spyrnu og bræðurn­ir Eg­ill og Ari Arn­ars­syn­ir spila golf í frí­stund­um. Öll hafa þau unnið lengi hjá sorp­hirðu borg­ar­inn­ar enda eru dæmi um að fólk sé þar ára­tug­um sam­an. Þau þekkja því marga í hverf­um borg­ar­inn­ar og árrisul­ir íbú­ar þekkja þau. Enda spurði einn þegar hann rak aug­un í borg­ar­stjóra. „Hver er þessi nýi sem er með ykk­ur?“

Sorp­hirðuteym­inu kom sam­an um að veðrið hefði sett mik­inn strik í reikn­ing­inn í vet­ur en oft hef­ur viðrað mjög illa til sorp­hirðu og færðin verið þung. „Við höf­um stund­um lent aðeins á eft­ir áætl­un og sum­ir dag­ar hafa verið mjög erfiðir,“ seg­ir Ísak í frétt borg­ar­inn­ar. „Það get­ur verið býsna erfitt að trilla tunn­un­um í gegn­um skafl­ana.“

Þeim ber sam­an um að fólk sé al­mennt farið að flokka sorp meira og marg­ir séu komn­ir með bláu tunn­una og fái sér þá einnig grænu tunn­una fyr­ir al­mennt heim­il­iss­orp en hirt er úr henni á 20 daga fresti. Þegar fólk byrj­ar að flokka sorpið fer mun minna í al­menna heim­il­iss­orpið og þá er hent­ugt að færa sig í 20 daga hirðu. Það kost­ar einnig tals­vert minna.

„Ég held að fólk sé orðið mjög meðvitað um hvað fer í ruslið og hvernig eigi að flokka það. Við höf­um einnig tekið eft­ir því að fólk hef­ur verið öt­ult við að moka snjó frá sorp­gerðunum svo við kom­umst að þeim. Við kunn­um vel að meta það,“ seg­ir Ísak.

Bullsveitt­ur eft­ir eina klukku­stund

Eft­ir rúm­an klukku­tíma var borg­ar­stjóri orðinn bullsveitt­ur og móður af hlaup­un­um. Hann pústaði og sagði: „Þetta er eins og besta cross­fit. Maður kæm­ist fljótt í gott form í þess­ari vinnu.“

Samt er Árbær­inn frem­ur þægi­legt hverfi til hirðing­ar sorps. Þyngstu hverf­in í sorp­hirðunni eru miðbær­inn og gamli vest­ur­bær­inn en þar þurfa sorp­hirðumenn borg­ar­inn­ar sums staðar að trilla með tunn­urn­ar lang­ar vega­lengd­ir og glíma við erfiðar kjall­aratröpp­ur og mik­il þrengsli.

Hjá sorp­hirðu Reykja­vík­ur vinna að jafnaði 45 manns.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert