„Menn eru bara leitandi“

Bankarnir segijast búnir að gera töluvert af því að bæta …
Bankarnir segijast búnir að gera töluvert af því að bæta kjörin. mbl.is

„Það liggur ekki enn fyrir hversu víðtækt fordæmisgildi hæstaréttardómsins er og það er það sem er verið að setja í farveg, reyna að greina,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. „Strax eftir helgina verður hægt að upplýsa meira um það.“

Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðirnir eru með meira en helming verðtryggðu lánanna á sinni könnu. En hvað segja ráðamenn bankanna?

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, að enn hefðu ekki komið fram neinar beinharðar tillögur í þessum efnum. „Menn eru bara leitandi. Ég hef sagt að við eigum fyrst og fremst að reyna að hjálpa þeim sem standa verst og það er verið að gera alla daga.“

Erfitt sé fyrir stjórnmálamenn, vegna stjórnarskrárákvæða um eignarrétt, að setja lög um að lækka andvirði eigna manna. Bankarnir séu þegar búnir að gera töluvert af því að bæta kjörin, m.a. lækka vexti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert