Ögmundur: Minnkum sjóðshluta lífeyriskerfisins

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson

„Haf­in er löngu tíma­bær umræða um framtíð líf­eyri­s­kerf­is­ins. Ekki svo að skilja að hún sé ný af nál­inni því ára­tug­um sam­an hafa líf­eyr­is­mál­in brunnið heit­ar á sam­tök­um launa­fólks en flest önn­ur mál," seg­ir Ögmund­ur Jónas­son inn­an­rík­is­ráðherra í grein í Morg­un­blaðinu í dag.

Ögmund­ur seg­ir að ef líf­eyr­is­sjóðirn­ir eigi að nýt­ast sam­fé­lag­inu vel til upp­bygg­ing­ar verði ríki og sveit­ar­fé­lög að ann­ast milli­göngu með fjár­fest­ing­ar. „Líf­eyr­is­sjóðirn­ir gætu lánað fjár­magn til upp­byggi­legra verk­efna en á mjög hag­stæðum kjör­um. Þarna fær­um við að nálg­ast gegn­um­streym­is­hugs­un sem hug­mynd­in var að fjar­lægj­ast með kerf­is­breyt­ing­un­um 1997. Reynd­ar áttu þær kerf­is­breyt­ing­ar sér miklu lengri aðdrag­anda því í reynd voru það bara op­in­beru sjóðirn­ir sem voru að hluta til gegn­um­streym­is­sjóðir þegar hér var komið sögu. En hugs­un­in á ár­un­um 1996 og 1997 þegar þessi mál voru til umræðu var að smám sam­an tækju líf­eyr­is­sjóðirn­ir meira og minna yfir hlut­verk al­manna­trygg­inga í líf­eyri­s­kerfi lands­manna. Ég er í reynd að leggja til að þessi áform verði end­ur­skoðuð. Sjóðshluti líf­eyri­s­kerf­is­ins verði minnkaður og fund­inn stakk­ur sem bet­ur hæf­ir vexti og nýt­ir pen­inga okk­ar í meira mæli í sam­fé­lags­lega þágu.“

Loka­orð Ögmund­ar í Morg­un­blaðinu í dag eru þau að síðan mætti hugsa sér að nýr Auðlinda­sjóður, sem nú er í burðarliðnum, fengi það sér­staka hlut­verk að fjár­magna al­manna­trygg­inga­kerfi lands­manna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert