Brýnt að ná samningi um makríl

Viðræðum um stjórn makrílveiða í Norðaustur-Atlantshafi á árinu 2012 lauk …
Viðræðum um stjórn makrílveiða í Norðaustur-Atlantshafi á árinu 2012 lauk í Reykjavík í síðustu viku án árangurs. mbl.is/Árni Sæberg

Utanríkismálanefnd Alþingis og atvinnuveganefnd héldu í gær sameiginlegan fund þar sem fjallað var um stöðuna í viðræðum um stjórn makrílveiða á Norðaustur-Atlantshafi.

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, var spurður hvort ESB hefði fylgt formlega eftir hótunum sínum um löndunarbann á makríl og frekari aðgerðir gegn Íslendingum.

„Það er ekki hægt að segja það en þær svifu yfir vötnunum,“ segir Árni Þór í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. „En ég held að þeim sé það alveg jafnljóst og okkur að þeir standa þar á hálum ís með tilliti til heimilda og skuldbindinga í alþjóðlegum samningum. Það eru hins vegar miklir hagsmunir í því fyrir okkur að samningar náist. Það er núna verið að veiða rúmlega 900 þúsund tonn á ári meðan veiðiráðgjöfin er ekki nema um 600 þúsund tonn. Ef menn halda áfram að veiða svona mikið umfram ráðgjöf hrynur stofninn.“

Einar Kristinn Guðfinnsson, sem er fulltrúi sjálfstæðismanna í atvinnuveganefnd, sér ekki tilefni til bjartsýni á samkomulag þegar viðræður hefjast aftur í haust.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert