Fulltrúar AGS staddir hér á landi

Franek Rozwadowski og Mark Flanagan frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Franek Rozwadowski og Mark Flanagan frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. mbl.is/RAX

Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru nú staddir á Íslandi en þeir munu verða á landinu til 2. mars næstkomandi og eiga í viðræðum við íslensk stjórnvöld um stöðu efnahagsmála hér á landi. Heimsóknin er hluti af eftirliti AGS í kjölfar þess að Ísland lauk samstarfi sínu við sjóðinn á síðasta ári.

Fram kemur í tilkynningu frá Franek Rozwadowski, fulltrúa AGS gagnvart Íslandi, að slíkar viðræður eigi sér stað við öll ríki og fari yfirleitt fram á hverju ári. Meðal þess sem fjallað sé um sé sú áhætta sem stöðugleiki innanlands og erlendis kann að standa frammi fyrir og ráðleggingar AGS verðandi stefnumótun.

Þá kemur fram að ríki eins og Ísland sem hafi lokið samstarfi við AGS séu venjulega undir eftirliti sjóðsins á meðan þau skuldi sjóðnum meira en 200% af þeim kvóta sem þau eiga hjá honum. Í því tilfelli komi sendinefndir frá AGS yfirleitt tvisvar til viðkomandi ríkja á ári hverju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert