Fúlskeggjaður miðaldra karl

Fúlskeggjaður miðaldra maður. Myndin er úr safni.
Fúlskeggjaður miðaldra maður. Myndin er úr safni. Reuters

Skeggjaður miðaldra karl er ímynd Vestfjarða og það hefur nýst ágætlega í ferðaþjónustunni segir Jón Jónsson, menningarfulltrúi Vestfjarða. Hins vegar virki sá skeggjaði ekki eins vel á fólk sem íhugar að búa á landsbyggðinni.

Jón Jónsson ritstýrir vefnum strandir.is og hann flutti erindi á málþingi um fjölmiðla á landsbyggðinni sem haldið var í Reykholti um síðustu helgi.

Jón talaði þar um staðalímyndir á landsbyggðinni, m.a. fúlskeggjaða miðaldra Vestfirðinginn sem hefur verið mjög áberandi síðustu misseri, m.a. í auglýsingum. Hann segir að þessi táknmynd Vestfirðingsins hafi nýst ágætlega í ferðaþjónustu en hún virki ekki á fólk sem íhugi að flytja út á land, segir í frétt á vef Bæjarins besta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka