Greiðslan fyrir stuðning Hreyfingarinnar

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hélt því fram á Alþingi í dag í umræðum um þingsályktunartillögu um meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga, að greinilegt væri af áherslu stjórnarliða á að koma málinu í gegnum þingið að það væri greiðslan til Hreyfingarinnar fyrir að verja ríkisstjórnina falli.

Nokkur kurr varð í þingsalnum við þessi orð Bjarna en enginn kom hins vegar upp í ræðustól í kjölfarið og hafnaði þeim.

Þá sagðist Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, telja að ekki myndi takast að breyta stjórnarskránni með þeim aðferðum sem lagt hefði verið upp með til þess. Aðferðarfræðin sjálf sæi til þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert