Í dag hafa landsmenn torgað ógrynni af saltkjöti, baunasúpu og soðnu grænmeti en rófusala er til að mynda aldrei jafnmikil og í kringum sprengidag. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur segir orðið sprengidag vera hálfgerðan misskilning en hann er flestum fróðari um söguna á bak við daginn.