Fjallað um bréf Jóns Baldvins til unglingsstúlku

Þóra Tómasdóttir
Þóra Tómasdóttir Morgunblaðið/Eggert

Fjallað er um bréf Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, til unglingsstúlku í nýjasta tölublaði Nýs lífs sem kemur út á morgun.

„Málið snýst um gömul bréf sem Jón Baldvin skrifaði unglingsstúlku sem tengdist honum fjölskylduböndum. Hún er um þrítugt í dag en var unglingur þegar hún fékk bréfin,“ segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs. Umfjöllunin er birt með vitund og vilja konunnar.

Þóra segir stúlkuna hafa kært Jón Baldvin fyrir að hafa brotið á sér. Innihald sumra bréfanna sé af kynferðislegum toga, síðasta bréfið barst stúlkunni þegar hún var 16 ára. „Hún sakar hann um kynferðisbrot á nokkurra ára tímabili,“ segir Þóra en á þessum tíma var Jón Baldvin sendiherra.

Forsíða Nýs lífs sem kemur í verslanir á morgun.
Forsíða Nýs lífs sem kemur í verslanir á morgun.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert