Kaupþingsmenn ákærðir

Hreiðar Már Sigurðsson.
Hreiðar Már Sigurðsson. Árni Sæberg

Æðstu stjórnendur Kaupþingsbanka hafa verið ákærðir af sérstökum saksóknara vegna aðildar að svonefndu Al-Thani-máli. Fréttavefurinn Vísir greinir frá þessu og segist Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, ekki bera þær fréttir til baka. Hann vill þó ekki staðfesta neitt varðandi málið.

Að því kemur fram á Vísi hafa Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, einn stærsti hluthafi bankans, allir verið ákærðir.

Allir fjórir eru, samkvæmt Vísi, ákærðir fyrir markaðsmisnotkun, Hreiðar Már og Sigurður fyrir umboðssvik og Magnús og Ólafur fyrir hlutdeild í umboðssvikum.

Sérstakur saksóknari gerði í maí 2009 húsleit á tólf stöðum í tengslum við rannsókn á kaupum Q Iceland Finance, eignarhaldsfélags sjeiks Mohamed Bin Khalifa Al-Thani frá Katar, á um fimm prósenta hlut í Kaupþingi í september 2008.

Leitað var í höfuðstöðvum Kaupþings og á heimilum fyrrverandi stjórnenda bankans. Einnig á heimili Ólafs Ólafssonar, sumarhúsi hans og á skrifstofu Q Iceland Finance ehf., sem er til húsa hjá lögmannsstofunni Fulltingi á Suðurlandsbraut. Jafnframt var leitað á skrifstofum Arion verðbréfavörslu og á skrifstofum Kjalars, sem er eignarhaldsfélag í eigu Ólafs, og víðar.

Sigurður Einarsson
Sigurður Einarsson Ernir Eyjólfsson
Magnús Guðmundsson
Magnús Guðmundsson Eggert Jóhannesson
Ólafur Ólafsson.
Ólafur Ólafsson. Jim Smart
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka