Kaupþingsmenn ákærðir

Hreiðar Már Sigurðsson.
Hreiðar Már Sigurðsson. Árni Sæberg

Æðstu stjórnendur Kaupþingsbanka hafa verið ákærðir af sérstökum saksóknara vegna aðildar að svonefndu Al-Thani-máli. Fréttavefurinn Vísir greinir frá þessu og segist Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, ekki bera þær fréttir til baka. Hann vill þó ekki staðfesta neitt varðandi málið.

Að því kemur fram á Vísi hafa Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, einn stærsti hluthafi bankans, allir verið ákærðir.

Allir fjórir eru, samkvæmt Vísi, ákærðir fyrir markaðsmisnotkun, Hreiðar Már og Sigurður fyrir umboðssvik og Magnús og Ólafur fyrir hlutdeild í umboðssvikum.

Sérstakur saksóknari gerði í maí 2009 húsleit á tólf stöðum í tengslum við rannsókn á kaupum Q Iceland Finance, eignarhaldsfélags sjeiks Mohamed Bin Khalifa Al-Thani frá Katar, á um fimm prósenta hlut í Kaupþingi í september 2008.

Leitað var í höfuðstöðvum Kaupþings og á heimilum fyrrverandi stjórnenda bankans. Einnig á heimili Ólafs Ólafssonar, sumarhúsi hans og á skrifstofu Q Iceland Finance ehf., sem er til húsa hjá lögmannsstofunni Fulltingi á Suðurlandsbraut. Jafnframt var leitað á skrifstofum Arion verðbréfavörslu og á skrifstofum Kjalars, sem er eignarhaldsfélag í eigu Ólafs, og víðar.

Sigurður Einarsson
Sigurður Einarsson Ernir Eyjólfsson
Magnús Guðmundsson
Magnús Guðmundsson Eggert Jóhannesson
Ólafur Ólafsson.
Ólafur Ólafsson. Jim Smart
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert