Mikið sungið í bankanum

Þúsundir barna heimsóttu útibú Arion banka í dag, sungu fyrir starfsfólk og viðskiptavini og þáðu Andrésblað að launum, samkvæmt tilkynningu frá bankanum.

Síðastliðið haust stóð Arion banki fyrir lestrarviku og verður leikurinn endurtekinn í apríl næstkomandi.  Andrésblaðið sem börnin fengu að gjöf í dag var sérstaklega prentað fyrir bankann í tilefni Öskudags og er það, eins og lestrarvika Arion banka, liður í að hvetja krakka á öllum aldri til að vera dugleg að lesa sér til skemmtunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert