Ráðist á einn stjórnenda Dróma

Drómi yfirtók skuldir SPRON og Frjálsa fjárfestingabankans.
Drómi yfirtók skuldir SPRON og Frjálsa fjárfestingabankans. Árni Sæberg

Maður réðst á einn stjórnenda Dróma á heimili hans í gærkvöldi. Lögreglunni hafur verið tilkynnt um árásina og er vitað hver árásarmaðurinn er.

Þetta kemur fram á vef RÚV. Þar segir jafnframt að búið sé að gefa lögreglu skýrslu um málið en ekki sé búið að kæra árásina.  Fundur hafi verið haldinn með starfsmönnum Dróma í morgun og þeim verið tilkynnt um atburðinn. Ráðstafanir varðandi öryggismál og áfallahjálp hafi verið gerðar.

Hlutafélagið Drómi var stofnað og yfirtók skuldir SPRON og Frjálsa fjárfestingabankans árið 2009. Umboðsmanni skuldara og Hagsmunasamtökum heimilanna hefur borist fjöldi kvartana vegna aðgerða Dróma gagnvart skuldurum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert