Vill umræðu á Alþingi um álit ESB-þingsins

Jón Bjarnason, þingmaður VG og fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jón Bjarnason, þingmaður VG og fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur óskað eftir því að sérstök umræða fari fram á Alþingi um stöðu umsóknarinnar um inngöngu í Evrópusambandið og nýlegt álit utanríkismálanefndar Evrópuþingsins vegna hennar.

Um er að ræða ályktun frá utanríkismálanefnd Evrópuþingsins frá því fyrr í þessum mánuði þar sem þingið lagði meðal annars áherslu á það við íslensk stjórnvöld að haldið yrði áfram vinnu við að sameina ráðuneyti eins og stefnt hafi verið að. Þá koma ennfremur fram áhyggjur af því að ríkisstjórnarflokkarnir, VG og Samfylkingin, séu ekki samstiga í afstöðu sinni til umsóknarinnar og þeir hvattir til þess að móta sér sameiginlega stefnu gagnvart málinu.

Einnig var kallað eftir því að ríkisstjórnin „yki undirbúningi fyrir aðlögun að löggjöf ESB og þá einkum á þeim sviðum sem EES-samningurinn nær ekki til“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert