„Enginn greiði gerður með þessu klúðri“

Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is

„Það er öllum að verða augljóst að málsmeðferð þessa máls er klúður,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag um afgreiðslu Alþingis á frumvarpi stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá.

Sigurður segir þeim sem vilji endurskoða stjórnarskrána, að honum meðtöldum, og breyta og bæta ákveðnar greinar hennar sé „enginn greiði gerður með þessu klúðri.“ Hann segir mikilvægast að vanda sig og taka þann tíma til verksins sem á þurfi að halda.

Þá segir hann að það geti verið góð leið að fá álit fyrrum stjórnlagaráðsmanna og þjóðarinnar á málinu en þá verði að liggja fyrir með góðum fyrirvara hvað eigi að spyrja um, hvernig eigi að meta svörin „og hvernig sú vinna skilar okkur áleiðis að því markmiði að gera stjórnarskrána að því grundvallarplaggi sem hún á að vera.“

Sú vinna eigi ekki að vera flokkspólitískt bitbein segir Sigurður Ingi ennfremur á Facebook-síðu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka