Ósáttur við að vera þjófkenndur

Frá Landmannalaugum - mynd úr safni
Frá Landmannalaugum - mynd úr safni mbl.is/Árni Sæberg

Guðmund­ur Gúst­afs­son, einn þeirra sem voru í hópi jeppa­manna í skála Ferðafé­lags­ins í Land­manna­laug­um um helg­ina, er afar ósátt­ur við að hóp­ur­inn sé þjóf­kennd­ur en gps-staðsetn­ing­ar­tæki var stolið í skál­un­um um helg­ina, líkt og kom fram í frétt mbl.is í dag.

Hann seg­ir að tíu til fimmtán manns hafi verið í hans hópi í skál­an­um aðfaranótt laug­ar­dags en alls voru um 100 manns í skál­an­um um helg­ina, að sögn Guðmund­ar. Hann þver­tek­ur fyr­ir að hóp­ur­inn hafi gramsað í far­angri göngu­hóps í einu her­berg­inu held­ur hafi þau fært til far­ang­ur göngu­mann­anna svo jeppa­hóp­ur­inn gæti all­ur gist sam­an í her­bergi.

Að sögn Guðmund­ar voru vissu­lega læti í hópn­um en ör­fá­ir ein­stak­ling­ar inn­an hans voru und­ir áhrif­um áfeng­is. Hann seg­ist hafa ferðast mikið um há­lendið og full­yrðir að í flest­um til­vik­um séu skríls­læti og fylle­rí í skál­um um helg­ar. „Að benda á okk­ur ein sem hóp, 10-15 manns, en af þeim voru kannski tveir til þrír á fylle­ríi, er afar ósann­gjarnt. Við vor­um kom­in í skál­ann klukk­an eitt og það var fólk að koma í skál­ann til klukk­an fjög­ur um nótt­ina.“

Guðmund­ur seg­ir hóp­inn gríðarlega ósátt­an við að bent hafi verið á þau ein í þessu til­viki. Aðal­atriðið sé að hóp­ur­inn stal ekki neinu líkt og ýjað hafi verið að. Hann seg­ir að fyr­ir það fyrsta eigi fólk ekki að skilja verðmæti eft­ir í skál­an­um þegar um­gengni er jafn­mik­il og þarna er, seg­ir Guðmund­ur í sam­tali við mbl.is.

Guðmund­ur viður­kenn­ir að það hafi verið læti í hópn­um en seg­ir það afar ósann­gjarnt að hóp­ur­inn hafi ekki fengið að skýra sitt mál fyr­ir stjórn Ferðafé­lags Íslands. Hon­um finn­ist eðli­legt að rætt sé við alla sem voru í skál­an­um um­rædda helgi og reynt að afla upp­lýs­inga um málið áður en það er kært til lög­reglu.

Ferðamenn leggja leið sína í Landmannalaugar jafn vetur sem sumar. …
Ferðamenn leggja leið sína í Land­manna­laug­ar jafn vet­ur sem sum­ar. Mynd úr safni mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka