Óvíst um fordæmisgildi

KPMG
KPMG mbl.is/Sverrir

Hugs­an­legt er að for­dæm­is­gildi ný­fall­ins geng­islána­dóms sé ekki það mikið. Þetta kom fram í máli Sig­ur­jóns Högna­son­ar, lög­fræðings, á morg­un­verðar­fundi KPMG í morg­un, þar sem farið var yfir dóm­inn með hliðsjón af for­dæm­is­gildi hans. Er þá litið til þess að þar sé efni dóms­ins um það af­markað efni.

Sig­ur­jón sagði dóm­inn hafa  for­dæm­is­gildi gagn­vart sam­bæri­leg­um máls­at­vik­um.  Þar verði að hafa í huga að erfitt sé að átta sig á hvenær máls­at­vik eru sam­bæri­leg. Hæstirétt­ur hafi í niður­stöðu sinni litið heild­stætt á nokkra þætti en erfitt sé að greina vægi hvers þátt­ar fyr­ir sig.

Í þessu til­viki hafi verið um að ræða að ákveðinn aðstöðumun­ur hafi verið á fjár­mála­fyr­ir­tæk­inu og skuld­ar­an­um. Skuld­bind­ing skuld­ara hafi verið til langs tíma, þ.e. 30 ára og skuld­ar­arn­ir hafi í lang­an tíma, 5 ár, greitt til sam­ræm­is við til­mæli kröfu­haf­ans. Skuld­arn­ir hafi greitt í góðri trú, talið um fullnaðargreiðslur að ræða og haft rétt­mæt­ar vænt­ing­ar um að þeir yrðu ekki krafðir um frek­ari greiðslur. End­ur­reikn­ing­ur vaxta, til sam­ræm­is við seðlabanka­vexti hafi falið í sér um­tals­verða viðbót­ar­greiðslu eða um 6,5 millj­ón­ir af 19,2 millj­óna króna höfuðstól láns. Auk þess hafi komið fram að tekið var til­lit til rösk­un­ar á fjár­hags­leg­um hags­mun­um skuld­ara. Það geti vakið upp spurn­ing­ar um hvaða áhrif það hef­ur á þá ein­stak­linga sem hafa mjög sterka fjár­hags­lega stöðu.

Sig­ur­jón vék einnig að mögu­leg­um skatta­leg­um áhrif­um dóms­ins. Tók hann þar til þess að mis­mun­ur vaxta­greiðslna fyr­ir og eft­ir dóm geti í raun myndað skatt­skyld fjár­hags­leg gæði í skiln­ingi tekju­skattslaga. Kröfu­hafi hefði átt rétt á viðbóta­greiðslum ef hann hefði ekki glatað þeim rétti,með því að gefa kvitt­an­ir fyr­ir fullnaðargreiðslum. Því mætti líta á kvitt­un um fullnaðargreiðslu sem eft­ir­gjöf kröfu um greiðslu­frek­ari vaxta en í eft­ir­gjöf flest að kröfu­hafi leys­ir skuld­ara und­an skyldu til greiðslu.

Hann vék að bráðabirgðaákvæði XXXVII í tekju­skatts­lög­un­um, sem kveður á um und­anþágu frá skatt­skyldu vegna eft­ir­gjafa skulda. Það ákvæði eigi hins veg­ar við um þegar fólk á í greiðslu­erfiðleik­um og fær af þeim sök­um niður­fell­ingu. Í þessu til­viki hafi ekki verið um greiðslu­erfiðleika að ræða þar sem hjón­in hafi ávallt staðið í skil­um.

Sig­ur­jón taldi dóm­inn ekki eiga að hafa áhrif á vaxta­bæt­ur eða barna­bæt­ur til hækk­un­ar eða lækk­un­ar. Nema gjald­andi óski sjálf­ur eft­ir því. Vísaði hann þar til bráðabirgðaákvæðis XL í tekju­skatts­lög­um.

Sig­ur­jón tók að end­ingu fram að í þessu efni væri það skattyf­ir­valda að skera úr um skatt­skyldu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert